Gunnar Þór Bjarnason: Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga
Útdráttur
Í umsögn gagnrýnanda kemur meðal annars eftirfarandi fram:
Í heildina er bók Gunnars afar vel heppnað verk. Hún gerir grein fyrir aldaranda og þjóðfélagsbreytingum á mörgum sviðum, greinir helstu hugmyndir og setur þær í samhengi, lýsir persónum, valdatogsteitu, flokkum og flokkadráttum, kosningakerfi, fjöldahreyfingum og umræðuhefð - og þeirri stórkostlegu dramatík sem átti sér stað sumarið 1908. Á engum einum stað hefur baráttan um Uppkastið verið greind með viðlíka hætti. Auk þess er textinn firna vel skrifaður. Bókin hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; lakari verk hafa hlotið þau verðlaun. Hún verður klassísk bók um Uppkastið og sjálfstæðisstjórnmálin; bók sem stjórnmálafræðingar, stjórnmálafræðinemar og allir áhugamenn um íslenska stjórnmálasögu eiga að lesa.
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Útgefandi er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
Kerfið er vistað af Reiknistofnun Háskólans.