Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson (ritstjórn): Þróun velferðarinnar 1988-2008

Ingimar Einarsson

Abstract


Í umsögn gagnrýnenda kemur meðal annars eftirfarandi fram:

Í bókinni um Þróun velferðarinnar 1988-2008 er að finna umfangsmikla og gagnlega greiningu á þróun helstu velferðarmála á Íslandi á tuttugu ára tímabili fram að kreppunni. Þetta viðamikla rit hefði að öllu jöfnu átt að marka tímamót í rannsóknum á íslensku velferðarþjóðfélagi og samanburði við önnur lönd. Efnahagshrunið haustið 2008 setti hins vegar strik í reikninginn þannig að ýmislegt hefur breyst hin síðustu ár eða þróast í aðrar áttir en gera hefði mátt ráð fyrir undir lok rannsóknartímabilsins. Þess vegna er mikilvægt að fljótlega verði ráðist í sambærilega úttekt á þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað á Íslandi frá hruni. Á þann hátt yrði væntanlega unnt að skýra betur þær þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað frá lokum níunda áratugar síðustu aldar til nútímans.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.