Gunnar Helgi Kristinsson: Íslenska stjórnkerfið

Stefanía Óskarsdóttir

AbstractÍ sumar kom út fræðsluritið Íslenska stjórnkerfið eftir Gunnar Helga Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Eins og segir í formála er því ætlað að vera kennslubók í inngangsnámskeiði á háskólastigi um íslenska stjórnkerfið. Fram til þessa hafa nemendur stuðst við erlendar kennslubækur sem fjalla um meginþætti stjórnkerfa og fjöldann allan af greinum og bókum um innlend stjórnmál sem hafa í gegnum árin ratað á leslista námskeiðsins eins og það er kennt við stjórnmálaskor Háskóla Íslands. Með tímanum hefur listinn lengst eftir því sem þekkingu á íslenska stjórnkerfinu hefur farið fram og birtingum á þessu sviði fjölgað. Íslenska stjórnkerfið leysir þetta efni á margan hátt af hólmi. Með tilkomu þess skerpist fókus námskeiðsins, efnið er gert aðgengilegra og myndar brú yfir í aðrar heimildir.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.