Silja Bára Ómarsdóttir: Ný staða Íslands í utanríkismálum - tengsl við önnur Evrópulönd

Guðni Th. Jóhannesson

AbstractÞegar Ísland verður gengið í Evrópusambandið mun fræðafólk og annað áhugalið eflaust lesa þetta litla rit til að glöggva sig á aðdraganda þeirra miklu tímamóta. Nú þegar gagnast ritið þeim sem vilja fræðast um stöðu Íslands í Evrópusamrunanum, á þessum skrýtnu tímum þegar helst er deilt um hvort "Evrópumálin" séu "á dagskrá" eða ekki. En það mun væntanlega breytast á næstu árum. Afstaða Íslands til Evrópusambandsins gæti orðið mál málanna hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Bókin er byggð á nær samnefndri ráðstefnu sem Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hélt í nóvember 2006, "Ný staða í utanríkismálum - tengsl Íslands við önnur Evrópulönd". Allir nema einn þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni birta þau í bókinni og tveimur greinum var bætt við, frá Jónasi H. Haralz og Þorvaldi Gylfasyni.

Full Text:

PDF (Islenska)

Refbacks

  • There are currently no refbacks.
         

Published by the Institute of Public Administration and Politics of the Faculty of Political Science, University of Iceland.

Hosted by the Computing Services of the University of Iceland.