Pólitískar stöðuveitingar á Íslandi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2006.2.1.1Útdráttur
Í greininni er leitað leiða til að meta umfang pólitískra stöðuveitingar á Íslandi. Skipun í æðstu störf í stjórnsýslu ríkisins á tímabilinu 2001 til 2005 er skoðuð í því augnamiði, samtals 111 stöðuveitingar. Leitað var upplýsinga um þessar stöðuveitingar með viðtölum og ályktanir dregnar af þeim. Kynnt eru þrjú líkön af stöðuveitingum: klassíska skrifræðislíkanið, faglega líkanið og pólitíska líkanið. Stöðuveiting var talin samrýmast pólitíska líkaninu ef ástæða var til að ætla að stöðuveitandi hefði hagsmuni - aðra en þá stjórnsýslulegu og faglegu hagsmuni sem fyrri líkönin tvö gera grein fyrir - af ráðningu þess sem starf hreppti. Samkvæmt þeim gögnum sem aflað var með þessum hætti samrýmdust 44 prósent þeirra stöðuveitinga sem til rannsóknar voru pólitíska líkaninu. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar eru túlkaðar í samhengi við þróun fyrirgreiðslukerfisins á Íslandi og skipulag stjórnmálaflokkanna.Niðurhal
Útgefið
15.06.2006
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.