Mannréttindi, fötlun og fjölskyldulíf. Í tilefni yfirfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga

Höfundar

  • Hanna Björg Sigurjónsdóttir
  • Helga Baldvins- og Bjargardóttir
  • Rannveig Traustadóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2009.5.2.8

Útdráttur

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslandi í mars 2007, en með undirrituninni skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að gera ekkert sem gengur gegn efni samningsins. Um allan heim er nú litið til þessa samnings sem leiðarljóss í málefnum fatlaðs fólks og þjóðir heims, Ísland þar með talið, eru nú óðum að staðfesta samninginn og aðlaga lagaumhverfi sitt að honum. Eitt af lykilatriðunum við yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna er kynning á þessum nýja samningi og mannréttindaáherslum sem þar er að finna, en þekking á innihaldi samningsins er nauðsynleg forsenda þess að jafnrétti og mannréttindi fatlaðs fólks hér á landi verði tryggð. Þessi grein fjallar um einn hóp fatlaðs fólks, foreldra með þroskahömlun, og rétt þeirra til fjölskyldulífs sem dæmi um breyttan skilning á stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu og þá þjónustu sem það á rétt á. Rakið er hvernig réttur foreldra til samvista við börn sín hefur þróast á undanförnum áratugum í mannréttindasáttmálum og dómsúrskurðum. Niðurstöður sýna að ef foreldrar með þroskahömlun eiga að njóta þeirrar réttarverndar sem samræmist markmiðum stjórnarskrár íslenska lýðveldisins, mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi fjölskyldulífs og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ljóst að þörf er á verulegu átaki og viðhorfsbreytingum innan stofnana ríkis og sveitarfélaga, sem hafa með höndum málefni fatlaðs fólks, barnaverndar og félagslegs stuðnings, svo og dómskerfisins alls, til að tryggja að foreldrar með þroskahömlun standi jafnfætis öðrum foreldrum.

Um höfund (biographies)

  • Hanna Björg Sigurjónsdóttir
    Lektor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.
  • Helga Baldvins- og Bjargardóttir
    Lögfræðingur og þroskaþjálfi.
  • Rannveig Traustadóttir
    Prófessor við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2009

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar