Stefnumótun í íslenskum skipulagsheildum

Höfundar

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson
  • Runólfur Smári Steinþórsson
  • Helgi Gestsson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.1.5

Útdráttur

Markmið greinarinnar er að kynna niðurstöður könnunar um stefnumótun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem framkvæmd var seinni hluta ársins 2007. Könnunin, sem var netkönnun, náði til rekstrareininga með fleiri en fimm starfsmenn. Svör bárust frá 222 æðstu stjórnendum fyrirtækja og stofnana (46% svörun). Könnunin hefur þá sérstöðu að ná til lítilla og meðal stórra fyrirtækja, auk stórfyrirtækja. Niðurstöður eru þessar helstar: Flestir stjórnendur í könnuninni telja að framtíðarsýn þeirra varðandi reksturinn sé mjög skýr. Í 57% fyrirtækja fer fram formleg stefnumótun og þar kom fram munur eftir stærð fyrirtækja og menntun stjórnenda: Stefnumótun er algengari í stærri fyrirtækjum og í fyrirtækjum og stofnunum sem er stýrt af háskólamenntuðum stjórnendum. Í liðlega 70% fyrirtækja og stofnana er stefnumótun sífellt í gangi eða var í gangi þegar könnunin átti sér stað. Stjórn og stjórnendur koma helst að mótun stefnu í fyrirtækjum í könnuninni. Ekkert mat á árangri stefnumótunar fer fram í 19,3% fyrirtækja og stofnana, en í 41,2% þeirra er bæði huglægt og hlutlægt mat. Flest fyrirtækin nota mælikvarða um ánægju starfsfólks og hluthafa.

Um höfund (biographies)

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson
    Prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.
  • Runólfur Smári Steinþórsson
    Prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Helgi Gestsson
    Lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.06.2011

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)