Íslensk þjóðmenning í ljósi menningarvídda Hofstede

Höfundar

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
  • Svala Guðmundsdóttir
  • Þórhallur Guðlaugsson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2011.7.2.7

Lykilorð:

Þjóðmenning, VSM 94, menningarvíddir.

Útdráttur

Rannsóknir Geert Hofstede á þjóðmenningu og framsetning hans á stjórnun innan ólíkra menningarheima hefur haft mikil áhrif á skilning manna á mismunandi menningu skipulagsheilda í ólíkum löndum. Þannig hafa menn öðlast meiri skilning á menningarlegum mismun skipulagsheilda sem hefur haft mikil áhrif á stjórnunarfræðin. Í þessari rannsókn er leitast við að svara því hver séu einkenni þjóðmenningar á Íslandi út frá víddum Hofstede og hver þessi einkenni eru samanborin við sambærilegt úrtak í fjórum löndum. Ástæðan fyrir vali á úrtaki eru tvíþættar. Annars vegar er lögð áhersla á að úrtakið sé eins einsleitt og hægt er (Hofstede, 1994) og því lágmarks breytileiki hvað varðar aldur, menntun, tekjur og aðrar bakgrunnsbreytur og hins vegar er leitast við að velja úrtak til að gera rannsóknina samanburðarhæfa við rannsókn Bearden, Money og Nevins (2006) en þar var unnið með gögn frá háskólanemum í fjórum löndum Argentínu, Austurríki, Japan og Bandaríkjunum. Spurningalisti (VSM 94) var lagður fyrir nemendur í grunnnámi á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Alls svöruðu 427 nemendur könnuninni sem er 15% svarhlutfall. Íslensk þjóðmenning, einkennist af lítilli valdafjarlægð (PDI), mikilli einstaklingshyggju (IDV), lítilli karllægni (MAS), mikilli óvissu - hliðrun (UAI) og langtímahyggja er í meðallagi (LTO).

Um höfund (biographies)

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
    Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Svala Guðmundsdóttir
    Aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Þórhallur Guðlaugsson
    Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2011

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 14

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>