Stefnumótun og áætlanagerð ráðuneyta. Leiðir að einföldun og samhæfingu
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.1.7Lykilorð:
Stefna, stefnumótun, áætlanagerð, samhæfing, Ísland 2020.Útdráttur
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs setti sér það verkefni í samstarfsyfirlýsingu árið 2009 að vinna að 20/20 Sóknaráætlun fyrir Ísland. Niðurstöður úr greiningarvinnu og gagnasöfnun 20/20 Sóknaráætlunar urðu í framhaldi grunnurinn að stefnumarkandi framtíðarsýninni, Ísland 2020. Eitt af verkefnum Íslands 2020 er að einfalda, fækka og samþætta helstu stefnur og áætlanir sem ráðuneyti og stofnanir hafa verið að setja fram á síðastliðnum árum. Grundvöllur þeirrar vinnu var greining á 11 stefnum og áætlunum með það að leiðarljósi að fækka þeim, samþætta og einfalda en jafnframt vinna heildstæðar tillögur að breyttu skipulagi fyrir stefnumótun og áætlanagerð innan stjórnsýslunnar. Greiningin á stefnunum var unnin sem hluti af verkefninu um einföldun og fækkun stefna og áætlana. Heildargreiningin var upp á 198 greiningarþætti. Af þeim voru 108 til staðar (55%), 52 voru að hluta til staðar (26%) og 38 voru ekki til staðar (19%). Þegar litið er til grunnþáttanna, eins og hvort stefnan eða áætlunin byggi á rannsóknum eða greiningum þá kemur það almennt nokkuð vel út úr greiningunni. Greiningin leiðir í ljós að styrkleiki stjórnsýslunnar felist í undirbúningi, greiningu og setningu markmiða. Veikleiki stjórnsýslunnar felst m.a. í skorti á tengingu við fjármagn, ófullnægjandi framkvæmd og takmarkaðri eftirfylgni. Í greininni eru lagðar fram tillögur að nýrri framtíðarsýn í stefnumótun innan stjórnsýslunnar. Þær fela í sér að bæta yfirsýn og vinnubrögð, m.a. með því að fækka stefnum og áætlunum, tengja stefnumótun og áætlanagerð ráðuneyta við undirbúning fjárlaga og tryggja að árangursmat og eftirlit sé alltaf fyrir hendi.Niðurhal
Útgefið
15.06.2012
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.