Áhrif niðurskurðar á starfshvata og innbyrðis þekkingarmiðlun heilsugæsluhjúkrunarfræðinga
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.10Lykilorð:
Niðurskurður, starfshvatar, þekkingarmiðlun, hjúkrunarfræðingur, heilsugæsla.Útdráttur
Tilgangur greinarinnar er tvíþættur: Í fyrsta lagi að greina áhrif niðurskurðar í kjölfar efnahagshrunsins á helstu starfshvata hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og í öðru lagi að greina áhrif niðurskurðarins á þekkingarmiðlun innan sama hóps. Rannsóknaraðferðin var eigindleg, byggð á Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við tíu hjúkrunarfræðinga sem allir starfa í heilsugæslu og voru þeir valdir með tilgangsúrtaki. Niðurstöður eru þær helstar að í kjölfar niðurskurðarins upplifðu þátttakendur aukið álag, þreytu, tímaskort og óvissu. Laun og starfsöryggi reyndust sterkari starfshvatar en áður og neikvæð áhrif komu fram á endurmenntun og starfsþróun. Tímaskortur og verkefnaálag hamlaði þekkingarmiðlun sem átti sér stað fyrir tilviljun en tekist hefur að standa vörð um þekkingarmiðlun sem var í skipulegu ferli. Vel þarf að huga að niðurskurðaraðgerðum og áhrifum þeirra á starfshvatningu heilbrigðis stétta og viðurkenningu í starfi.Niðurhal
Útgefið
12.04.2025
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Copyright (c) 2025 Emelía Jarþrúður Einarsdóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Sigríður Halldórsdóttir

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.