Er álið málið? Samfélagsbreytingar og atvinnumöguleikar kvenna á Austurlandi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2012.8.2.13Lykilorð:
Vinnumarkaður, álver, konur, landsbyggð, samfélag.Útdráttur
Um miðjan síðasta áratug átti sér stað umrót og breytingar á Austurlandi með stærstu einstöku framkvæmdum Íslandssögunnar; byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers Alcoa Fjarðaáls. Framkvæmdunum fylgdu ýmsar samfélagsbreytingar; fjölgun íbúa á svæðinu, fjölgun starfa, hækkun húsnæðisverðs, auk þess sem framkvæmdirnar höfðu margskonar hliðaráhrif á þá þjónustu sem íbúunum stóð til boða. Meginmarkmið þessarar greinar er svara spurningunni; að hvaða marki hafa álversframkvæmdirnar bætt vinnumarkaðsstöðu kvenna á Austurlandi? Auk greiningar lýðfræðilegra gagna og annarra heimilda, byggir greinin á viðtölum við 34 konur búsettar á svæðinu. Engin þeirra vann í álverinu. Helstu niðurstöður sýna að álversframkvæmdir hafa haft margt gott í för hvað varðar aukna þjónustu í samfélaginu. Þær hafa skapað ný störf, þó í meira mæli fyrir karla en konur. Skipulag vinnu, lítill sveigjanleiki starfa og langar vegalengdir er meðal þess sem oftast var nefnt sem ástæður þess að ekki fleiri konur starfa í álverinu en raunin er. Enn er til staðar verulegur kynjahalli á Austurlandi.Niðurhal
Útgefið
12.04.2025
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Copyright (c) 2025 Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.