Raunhæf skynsemi eða stefnufálm? Samband þings og framkvæmdarvalds við undirbúning opinberrar stefnumótunar
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.1Lykilorð:
Raunhæf skynsemi, dagskrá, greining, ákvarðanataka, Ísland, Skandinavía.Útdráttur
Samkvæmt kenningum um raunhæfa skynsemi er litið á skynsamlega stefnumótun og ákvarðanatöku sem ferli af ákveðinni tegund þar sem hugað er að dagskrá, rannsókn og greiningu, og ákvörðun fullnægir lágmarksskilyrðum. Þessu sjónarhorni er hér beitt á undirbúning stefnumótunar í fjórum löndum, þ.e. Íslandi og Skandinavíuríkjunum þremur. Áhugaverður munur kemur í ljós. Hvað dagskrá stefnumótunarinnar varðar sker Ísland sig frá hinum löndunum á þann hátt að samþætting og forgangsröðun virðist í minna mæli hlutverk ríkisstjórnar en í hinum ríkjunum en falla meira í hlut einstakra ráðherra og þingsins. Þróun og greining stefnukosta virðist einnig ómarkvissari á Íslandi og rannsókn mála er ekki í eins föstum skorðum. Forsendur opinberrar stefnumótunar eru því almennt ekki eins ljósar eins og í hinum ríkjunum. Á ákvarðanatökustiginu er mun algengara á Íslandi en í hinum ríkjunum að vikið sé í veigamiklum atriðum frá þeim niðurstöðum sem stefnumótun á fyrri stigum hefur gefið tilefni til. Niðurstaðan er að stefnumótun á Íslandi fullnægir mun síður forendum kenningarinnar um raunhæfa skynsemi en ríkin í Skandinavíu.Niðurhal
Útgefið
18.12.2013
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.