Fíkniefni, íslenskt samfélag og nýir kostir í stefnumótun
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.7Lykilorð:
Fíkniefni, kannabisneysla, sprautufíklar, opinber stefnumótun.Útdráttur
Fíkniefnavandinn er af mörgum álitinn einn helsti vandi sem vestræn ríki glíma við í dag. Viðhorfsmælingar á Íslandi sýna að flestir telja neyslu fíkniefna alvarlegasta vandamál afbrota en samneyslu áfengis og fíkniefna mikilvægustu ástæðu þess að sumir leiðast út í afbrot. Neysla algengasta fíkniefnisins, kannabis, hefur reglulega verið mæld meðal grunnskólabarna hér á landi en neysla fullorðinna hefur minna verið könnuð. Lítið er því vitað um hvernig neysla sem hefst í grunnskóla þróast þegar kemur fram á fullorðinsár, hvort hún aukist, standi í stað eða minnki. Ekki er heldur mikið vitað um félagsleg einkenni þeirra sem misnota hörð fíkniefni á Íslandi. Í greininni er útbreiðsla kannabis skoðuð eins og hún er meðal fullorðinna á Íslandi. Hversu margir hafa prófað efnið á lífsleiðinni, hversu margir hafa neytt þess oftar en tíu sinnum og hversu margir á síðustu sex mánuðum fyrir mælinguna? Staða sprautufíkla er sérstaklega greind og hvaða félagslegu áhættuþættir koma þar við sögu. Mat almennings á alvarleika brota er kannað og ástæður þess að fólk leiðist út í afbrot eru einnig kannaðar. Helstu niðurstöður eru þær að heildarfjöldi þeirra sem einhvern tíma hefur prófað kannabis hefur aukist á síðustu árum en fjöldi þeirra sem nota efnið reglulega er óverulegur. Sprautufíklar standa margir hverjir höllum fæti í samfélaginu og eiga við margvíslegan vanda að stríða. Brýnt er að stefnumótun í fíkniefnamálum taki mið af ólíkum hliðum neyslunnar í samfélaginu um leið og úrræði fyrir langt leidda fíkla verði efld í félags- og heilbrigðiskerfinu.Niðurhal
Útgefið
15.12.2013
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.