Þjónandi forysta og rannsóknir hér á landi

Höfundar

  • Sigrún Gunnarsdóttir
  • Birna Gerður Jónsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2013.9.2.8

Lykilorð:

Þjónandi forysta, innri starfshvöt, traust, vald.

Útdráttur

Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem varpar nýju ljósi á kenningar í stjórnunar- og leiðtogafræðum. Einstakar áherslur hennar eru þjónusta með siðfræði og ábyrgð sem grunnstoðir og hagsmuni heildar framar þrengri hagsmunum. Upphafsmaður hugmyndafræðinnar er Robert K. Greenleaf. Helstu einkenni þjónandi leiðtoga er einlægur áhugi á högum annarra, innri styrkur og framtíðarsýn. Rannsóknum um efnið hefur fjölgað undanfarin ár og sýna niðurstöður að hugmyndafræðin hefur jákvæð áhrif á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og árangur þeirra, líðan starfsfólks og traust í samskiptum. Samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna á hugmyndafræðin ríkt erindi í íslensku samfélagi. Til að kanna þetta nánar voru gerðar átta kannanir á mismunandi vinnustöðum hér á landi á árunum 2008 – 2012. Viðhorf starfsfólks til þjónandi forystu næsta yfirmanns voru metin með nýju hollensku mælitæki, SLS. Starfsánægja var metin og könnuð tengsl hennar við mat starfsfólks á þjónandi forystu. Birtar eru helstu niðurstöður sem sýna að starfsfólk metur þjónandi forystu almennt all nokkra og mesta vægi fá þættirnir efling og ábyrgð í fari næsta yfirmanns. Starfsánægja var almennt mikil og var marktækt tengd þjónandi forystu og samræmist það erlendum niðurstöðum. Jákvæðar niðurstöður íslensku kannananna gefa fyrirheit um árangursríka stjórnunarhætti á vinnustöðum hér á landi en unnið er að frekari rýni og samanburði við erlendar niðurstöður.

Um höfund (biographies)

  • Sigrún Gunnarsdóttir
    Dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
  • Birna Gerður Jónsdóttir
    MS, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2013

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

1-10 af 241

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.