Hvað skiptir máli fyrir árangursríka stjórnun nýsköpunar í opinberri þjónustustarfsemi?
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.1.4Lykilorð:
Nýsköpun, opinber þjónustustarfsemi, skapandi lærdómur, samskipti og tjáning, teymisvinnuskipulag.Útdráttur
Markmið rannsóknar þeirrar sem hér er til umfjöllunar er að efla þekkingu og skilning á nýsköpunarstarfi í opinbera geiranum. Í greininni er leitast við að varpa ljósi á fyrstu stig í þróunar- eða lærdómsferlinu sem á sér stað þegar ný lausn verður til í hvunndagsvinnunni. Þetta er gert með lýsandi greiningu á frásögum stjórnenda af atburðum og atburðarás. Í annan stað er leitað skilnings með túlkandi greiningu og útskýringum á frásögum stjórnenda af athöfnum og samskiptum. Leitað er svara við því hvað eru lykil árangursráðar (e. critical success factors) vel heppnaðrar nýsköpunar í opinberri þjónustustarfsemi. Áhugaverðar niðurstöður og vísbendingar sem fram koma eru að stjórnendur eru ótvíræðir frumkvöðlar í þróunar- og lærdómsferlinu. Hin þögla persónubundna og starfstengda reynsla þeirra (e. tacit knowledge) og menntun í stjórnun er ásamt samfélagslegri þörf aflvaki sem hrindir nýsköpun af stað. Þýðingarmikið atriði í nýsköpunarvinnunni eru samskipti og tjáskipti (e. communication action). Rauði þráðurinn í frásögum stjórnendanna er samtalið, upplýsingagjöf og virk hlustun. Teymisvinnuskipulagið með fjölbreytileikann að leiðarljósi er annað mikilvægt atriði.Niðurhal
Útgefið
15.06.2014
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.