Samanburður á ráðningarferli við embættisveitingar á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið

Höfundar

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
  • Berglind Möller

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.4

Lykilorð:

Ráðningarferli, embættisveitingar, stjórnsýsla, mannauðsstjórnun, efnahagshrun.

Útdráttur

Í þessari rannsókn er farið yfir ráðningarferli í skipun embætta hjá hinu opinbera á tímabilinu 2004 til 2012 og kannað hvort ráðningarferlið að undangenginni veitingu embættis hafi breyst eftir efnahagshrunið haustið 2008. Um er að ræða 68 embættisveitingar, 40 fyrir efnahagshrun og 28 eftir hrun, sem uppfylltu skilyrði 13. töluliðar 22. gr. starfsmannalaga og töldust vera embætti. Við úrvinnslu og greiningu gagna var notuð innihaldsgreining sem er blanda af eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð. Greint var hvort auglýsingarnar uppfylltu skilyrði um auglýsingar eins og þau birtast í reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, hvort auglýsingar um laus embætti birtust í Lögbirtingablaðinu, hvort umsóknarfrestur væri í samræmi við 7. gr. starfsmannalaga, hvort stuðst hafi verið við hæfnisnefndir og loks hversu langt ráðningarferlið var. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að breytingar hafi orðið til batnaðar á ráðningarferlinu eftir efnahagshrunið, einkum hvað varðar starfsauglýsingar, útfærslu þeirra og birtingu, rétt tilgreindan umsóknarfrest, hæfnisnefndir oftar notaðar á kostnað ráðningar- og ráðgjafafyrirtækja. Hins vegar hefur ráðningarferlið lengst eftir efnahagshrunið.

Um höfund (biographies)

  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
    Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Berglind Möller
    M.Sc. í mannauðsstjórnun.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2014

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

181-190 af 388

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>