Stjórnsýsluumbætur og árangur þeirra

Höfundar

  • Gunnar Helgi Kristinsson
  • Pétur Berg Matthíasson

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2014.10.2.6

Lykilorð:

Umbótaviðleitni, nýskipan í ríkisrekstri, ný weberska leiðin/hefðin, Ísland.

Útdráttur

Rannsóknir undanfarna þrjá áratugi á innleiðingu umbóta benda til þess að umbótaviðleitni ríkja sé mismunandi. Engilssaxnesk ríki voru áberandi við innleiðingu hugmyndafræði nýskipunar í opinberum rekstri á meðan ríki á meginlandi Evrópu voru mörg hver treg til þess og færðu sig frekar í átt til ný-weberisma. Fræðimenn hafa reynt að skýra þessa umbótaviðleitni og m.a. bent á pólitíska-, sögulega- og menningarlega þætti, gildi og efnahagsástand sem mögulegar skýribreytur. Í fyrri hluta greinarinnar eru settar fram tilgátur sem lúta að umbótaviðleitni ríkja og þær prófaðar. Það er gert með því að skoða innleiðingu ríkja á aðferðum tveggja umbótastefna, nýskipunar í opinberum rekstri og ný-webersku leiðarinnar. Umbótaviðleitni ríkja virðist annað hvort vera til staðar eða ekki. Fram kemur að valddreifing, skýr markmið stofnana og samráð við samfélag og sérfræðinga séu nátengd umbótaviðleitni ríkja. Þegar Ísland er skoðað kemur hins vegar í ljós að þótt valddreifing sé mikil í íslenska kerfinu sker það sig frá Evrópu og hinum Norðurlöndunum hvað það varðar að sjálfstæði stofnana er ekki tengt fjölbreyttri notkun stjórnunarverkfæra. Í seinni hluti greinarinnar er árangur af innleiðingu umbóta skoðaðar út frá kenningum um raunhæfa skynsemi, innleiðingu neðan frá og upp (bottom up) og samstöðuákvarðanatöku. Tilgátur er settar fram og prófaðar til að skýra hvað veldur því að umbætur skili árangri í sumu ríkjum og öðrum ekki. Fram kemur að ríki eru líklegri til að ná árangri ef raunhæfri skynsemi er beitt með vönduðum undirbúningi og þegar samráð er haft við almenning.

Um höfund (biographies)

  • Gunnar Helgi Kristinsson
    Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
  • Pétur Berg Matthíasson
    Stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2014

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

81-90 af 517

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 3 4 > >>