Hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála

Höfundar

  • Lára Jóhannsdóttir
  • Snjólfur Ólafsson
  • Brynhildur Davíðsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2015.11.1.6

Lykilorð:

Vátryggingafélög, umhverfisleg vandamál, stjórnvöld, hlutverk, aðgerðir

Útdráttur

Tilgangur greinarinnar er að fjalla um hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála. Umhverfisleg vandamál eru mörg hver þess eðlis að þau eru ekki einkamál stjórnvalda eða fyrirtækja í mengandi starfsemi, heldur þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef bæta á ástandið, stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar. Uppbygging vátryggingakerfa er mismunandi á milli landa, en vegna stærðar vátryggingageirans og samþættingar við flest alla þætti samfélagsins geta vátryggingafélög verið öflugur liðsmaður þegar kemur að innleiðingu á stefnu stjórnvalda á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Greinin byggir á tilviksrannsókn meðal 16 norrænna vátryggingafélaga á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en félögunum var skipt upp í tvo tilvikshópa, Eyjahóp og Meginlandshóp. Munur er á aðgerðum/aðgerðaleysi í hópunum og því eru flest öll dæmin í greininni frá Meginlandshópnum. Meðal þess sem Meginlandshópurinn leggur áherslu á út frá umhverfissjónarmiðum eru 1) vörur og þjónusta, 2) tjón og forvarnir, 3) fjárfestingar, 4) eigin starfsemi, 5) eftirfylgni og 6) vátryggjendur sem þrýsitafl. Í tilviki Eyjahópsins eru áherslurnar helst á forvarnir og fáeina þætti sem snerta þeirra daglegu starfsemi. Fræðilegt og hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á hlutverk og stöðu vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála.

Um höfund (biographies)

  • Lára Jóhannsdóttir
    Lektor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands
  • Snjólfur Ólafsson
    Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Brynhildur Davíðsdóttir
    Prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands

Niðurhal

Útgefið

15.06.2015

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Svipaðar greinar

11-20 af 278

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)