Vörumerkið jafnrétti í utanríkisstefnu Íslands
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.13177/irpa.a.2020.16.1.4Lykilorð:
Vörumörkun, Jafnrétti kynjanna, Utanríkisstefna Íslands.Útdráttur
Þessi rannsókn greinir hvernig vörumörkun birtist í utanríkisþjónustu Íslands í gegnum jafnréttismál. Einnig er leitast við að greina hvaða aðferðir eru nýttar við vörumörkun og hvaða þættir valda því að jafnréttismál verða fyrir valinu. Breiður kenningarammi er mótaður úr kenningum smáríkjafræða, kenningum um vörumörkun ríkja og femínískum fræðum í alþjóðasamskiptum. Tekin voru viðtöl við fimm fyrrverandi og núverandi starfsmenn utanríkisþjónustu Íslands og orðræðugreiningu beitt á þau. Þrjú þemu voru mótuð út frá niðurstöðum orðræðugreiningarinnar; vörumerkið jafnrétti, aðferðir við vörumörkun og framboð og eftirspurn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að greina má ómeðvitaða vörumörkun í gegnum jafnréttismál sem birtist einna helst sem rík áhersla á málaflokkinn í allri vinnu utanríkisþjónustunnar, innanlands sem erlendis. Sértækari vörumörkun á sér einnig stað í formi þess að færa jafnréttisumræðuna til karla. Ísland beitir þremur meginaðferðum við vörumörkun, en þær eru: kynjasamþætting, að taka sér dagskrárvald í málaflokknum og alþjóðleg samvinna. Framboð og eftirspurn virðast helsti áhrifavaldurinn fyrir því að jafnréttismál urðu fyrir valinu sem vörumerki Íslands. Ísland hefur mikið fram að færa í málaflokknum, hefur skipað sér í framvarðarsveit í jafnréttismálum og vakið athygli alþjóðasamfélagsins fyrir vinnu sína. Sú athygli hefur hvetjandi áhrif fyrir áframhaldandi vinnu ríkisins innan málaflokksins. Engu að síður er nauðsynlegt að vera meðvituð um það hvers vegna íslenska ríkið telur þessa stöðu eftirsóknaverða og í hvaða tilgangi hennar er leitað.Niðurhal
Útgefið
30.06.2020
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar
Leyfi
Útgefið efni tímaritsins er í opnum aðgangi samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 License.