Hefur umhverfisvitund aukist? Viðhorf Íslendinga til umhverfismála og stóriðju 1987-2017

Höfundar

  • Sóllilja Bjarnadóttir
  • Inga Rún Sæmundsdóttir
  • Sigrún Ólafsdóttir
  • Þorvarður Árnason
  • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.13177/irpa.a.2021.17.1.3

Lykilorð:

Umhverfismál, Stóriðja, Íslenska kosningarannsóknin ( ÍSKOS).

Útdráttur

Vægi umhverfismála í íslenskri þjóðmálaumræðu hefur aukist á undanförnum áratugum. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að kanna með empirískum hætti hvort þessi aukna umræða endurspegli þróun í átt til breyttra viðhorfa á meðal íslensks almennings. Gögn Íslensku kosningarannsóknarinnar (ÍSKOS) sýna skýrar langtíma breytingar í viðhorfum til umhverfismála á síðastliðnum þrjátíu árum (1987-2017). Hér er fjallað um niðurstöður tveggja spurninga úr þeirri könnun sem varða annars vegar viðhorf til þess að aðgerðir í umhverfismálum ættu að hafa forgang fram yfir aðgerðir til að auka hagvöxt og hins vegar viðhorf til þess hvort ríkisstjórnin ætti að leggja mikla eða litla áherslu á orkufreka stóriðju. Í báðum tilvikum sjást hliðstæðar breytingar yfir tíma; hlutfall þeirra sem vilja leggja áherslu á umhverfismál eykst ár frá ári (með einni undantekningu strax eftir Hrunið) samhliða því að hlutfall þeirra sem vilja að ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á stóriðju lækkar. Niðurstöður síðustu mælinga (2017) voru þær að 65% svarenda vildu leggja áherslu á umhverfismál fram yfir hagvöxt og 80% vildu að ríkisstjórnin legði litla áherslu á orkufreka stóriðju. Þeir sem styðja vinstri flokka voru líklegri til að leggja áherslu á umhverfismál á meðan stuðningsfólk hægri flokka var líklegra til að leggja áherslu á stóriðju.

Um höfund (biographies)

  • Sóllilja Bjarnadóttir
    MA félagsfræði. Doktorsnemi í félagsfræði, Háskóla Íslands.
  • Inga Rún Sæmundsdóttir
    MSc í félagssálfræði. Verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun, Háskóla Íslands.
  • Sigrún Ólafsdóttir
    Prófessor við Háskóla Íslands.
  • Þorvarður Árnason
    PHD í þverfaglegum umhverfisfræðum. Forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.
  • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir
    Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.06.2021

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar