Hryðjuverkamaður eða frelsishetja? Átök Rússa og Tsjetsjena í Tsjetsjeníu

Authors

  • Arnar Þór Másson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2005.1.1.4

Abstract

Til er máltæki sem hljómar þannig að sjaldan valdi einn þá er tveir deila. Sé litið til upplýsinga frá Rússlandi um átök milli Rússa og Tsjetsjena í Tsjetsjeníu lítur út fyrir að hryðjuverkamenn hafi tekið sér bólfestu í Rússlandi í óþökk stjórnvalda og almennings og eina leiðin til þess að vinna á vandanum sé að beita hörðu og vonast eftir fullnaðarsigri. Stjórnvöld í Moskvu hafa afskrifað tsjetsjenska skæruliða sem samningsaðila, að sögn vegna gíslatökumála og sprengjutilræða sem unnin hafa verið í þeirra nafni á síðustu árum. En er málið svo einfalt? Eiga stjórnvöld í Rússlandi einhverja sök á því hvernig málin hafa þróast í Tsjetsjeníu? Í þessari grein verður leitast við að skýra undirliggjandi orsakir átakanna, rakið hvernig þau hafa þróast og reynt að meta hvort líklegt sé að lausn finnist í nánustu framtíð. (Greinin birtist áður í Íslensku leiðinni veturinn 2004-2005. Greinin hefur verið uppfærð.)

Author Biography

Arnar Þór Másson

Stjórnmálafræðingur.

Published

2005-12-15

How to Cite

Másson, A. Þór. (2005). Hryðjuverkamaður eða frelsishetja? Átök Rússa og Tsjetsjena í Tsjetsjeníu. Icelandic Review of Politics & Administration, 1(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2005.1.1.4

Issue

Section

Articles and speeches