Vísindahvalveiðar: Aðgangur hagsmunaaðila til áhrifa á stefnumótun og ákvarðanatöku

Authors

  • Hildur Sigurðardóttir

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2005.1.1.6

Abstract

Hvalveiðar voru stundaðar hér við land mestan hluta 20. aldar og voru mikilvægar fyrir ýmis byggðalög. Frá árinu 1948 var Alþjóðahvalveiðiráðið vettvangur Íslendinga til samstarfs við aðrar þjóðir í málefnum hvalveiða og hvalarannsókna. Ráðið lagði bann við hvalveiðum í atvinnuskyni, svokallaðan núllkvóta, frá árinu 1985. Gera átti heildarúttekt á hvalastofnum fyrir árið 1990 og skyldi þá í síðasta lagi, ákvörðun um veiðitakmörkun tekin til endurskoðunar. Íslendingar voru bundnir ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðins þar sem Alþingi tók þá ákvörðun árið 1982, með eins atkvæðismun, að mótmæla ekki banni ráðsins. Hrefnuveiðar lögðust því niður frá lokum vertíðar 1985 vegna bannsins en takmarkaður fjöldi langreyða og sandreyða var veiddur í rannsóknaskyni á árunum 1986-1989. Áður en hvalveiðibannið tók gildi höfðu um 250 manns atvinnu hjá Hval hf. af hvalveiðum og vinnslu á hvalavertíðinni sem stóð frá júní til september ár hvert. Hér var um að ræða áhafnir hvalveiðibáta, starfsmenn í hvalstöðinni í Hvalfirði og starfsmenn frystihúss Hvals hf. í Hafnarfirði. Alþjóðahvalveiðiráðið ákvarðaði árlega hrefnuveiðikvóta og komu flest árin um 200 hrefnur í hlut Íslendinga. Þegar bannið gekk í gildi stunduðu níu bátar hrefnuveiðar og var hrefnum landað víða norðanlands og vestan. Þar fyrir utan byggðist ýmis þjónusta beint eða óbeint á hvalveiðum.

Published

2005-12-15

How to Cite

Sigurðardóttir, H. (2005). Vísindahvalveiðar: Aðgangur hagsmunaaðila til áhrifa á stefnumótun og ákvarðanatöku. Icelandic Review of Politics & Administration, 1(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2005.1.1.6

Issue

Section

Articles and speeches