Löggjöf um opinberar starfsveitingar

Authors

  • Ásmundur Helgason

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.1.2

Abstract

Launþegar eru almennt ráðnir í störf í þjónustu vinnuveitenda með tvíhliða samningi, þar sem sá fyrrnefndi skuldbindur sig til að vinna í þjónustu þess síðarnefnda, undir hans stjórn gegn tilteknu endurgjaldi. Í löggjöf eða kjarasamningum er almennt ekkert vikið að því hvernig eigi að standa að slíkum ráðningum þó að þar séu fyrirmæli um efni samninganna, enda hefur almennt verið litið svo á að vinnuveitandinn verði að hafa svigrúm til að ákveða hvernig hann hagi slíkri ákvörðunartöku og hvern hann eigi að ráða í sína þjónustu. Eru þessi atriði raunar talin vera hluti af svokölluðum stjórnunarrétti vinnuveitandans. Verður að gera ráð fyrir að þetta viðhorf sé reist á því að vinnuveitandinn hljóti ávallt að vera í bestri aðstöðu til að meta hverjar séu þarfir hans hverju sinni fyrir starfsfólk og hvernig hann eigi að mæta þessum þörfum.

Author Biography

Ásmundur Helgason

Lögfræðingur.

Published

2006-06-15

How to Cite

Helgason, Ásmundur. (2006). Löggjöf um opinberar starfsveitingar. Icelandic Review of Politics & Administration, 2(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.1.2

Issue

Section

Articles and speeches