Geta aðferðir mannauðsstjórnunar aukið gæði ráðninga hjá hinu opinbera?
DOI:
https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.1.3Abstract
Á undanförnum misserum hafa ráðningar hjá hinu opinbera verið mikið í umræðunni. Í kjölfar embættisveitinga hafa gjarnan komið fram miklar umræður um stöðuveitingarnar og sitt sýnist hverjum. Þó nokkur umræða hefur verið um vinnulag eða vinnubrögð í ráðningarferlinu. Í þessari grein verður fjallað um ráðningarferlið út frá mannauðsstjórnun (human resource management). Gerð verður grein fyrir því hvernig mannauðsstjórnun sem fræðigrein fjallar um ráðningarferlið með það eitt að leiðarljósi að finna aðferð sem spáir vel fyrir um framtíðar frammistöðu starfsmanna þannig að sá hæfasti verður ráðinn hverju sinni. Með ráðningarferlinu er átt við það tímabil frá því að auglýsing um starf birtist og þangað til búið að ganga frá ráðningu í starfið. Í umræðunni um ráðningar hjá hinu opinbera er því stundum haldið fram að ráðning hafi verið fagleg. Faglega ráðningu má skilja sem þá ráðningu sem unnin hefur verið á faglegum forsendum, eftir fyrirframgefnum aðferðum sem hefur það markmið að nota bestu hlutlægu aðferðir hverju sinni sem völ er á við ráðningar til að ráða þann hæfasta óháð kyni, kynþætti eða stjórnmálaskoðunum. Fagleg ráðning er þá ráðning sem unninn er af sérþekkingu. Gera verður þá kröfu til stjórnvalda að fulls jafnræðis sé gætt við ráðningar, allir umsækjendur sitji við sama borð í ráðningarferlinu og allir fái sömu möguleika til að tryggja sér starfið slíkt er í anda mannauðsstjórnunar.Downloads
Published
2006-06-15
How to Cite
Aðalsteinsson, G. D. (2006). Geta aðferðir mannauðsstjórnunar aukið gæði ráðninga hjá hinu opinbera?. Icelandic Review of Politics & Administration, 2(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2006.2.1.3
Issue
Section
Articles and speeches
License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 License.