Sjá roðann í austri. Efnahagsleg og pólitísk umskipti í Póllandi og víðar í Mið- og Austur-Evrópu

Authors

  • Kjartan Emil Sigurðsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.1.4

Abstract

Teljandi kaflaskipti urðu í eftirstríðsárasögu Evrópu 4. júní árið 1989 þegar fyrstu hálf-frjálsu kosningarnar fóru fram í Póllandi. Landið skyldi að endingu verða hefðbundið ríki og "snúa aftur í faðm Evrópuríkja" (the Return to Europe). Hér er fjallað um árin sem á eftir fylgdu í Póllandi og víðar í Mið- og Austur-Evrópu. Sjónum er beint að svokölluðum "upphafsskilyrðum" (initial conditions) Póllands. Pólland tók á sínum tíma af skarið og leiddi byltingu sem síðan varð að veruleika um alla Mið- og Austur-Evrópu. Tvö hugtök settu mjög svip sinn á umskiptin miklu í Póllandi, þ.e. "umbætur í einum rykk" og "extraordinary politics", en þau verða skýrð og skilgreind í öðrum kafla. Einnig er fjallað um hin Visegrad-löndin, en þau eru auk Póllands, Slóvakía, Ungverjaland og Tékkland. Í þriðja kafla verður nokkrum orðum eytt í almenn skilyrði fyrir alþjóðafyrirtæki í Mið- og Austur-Evrópu, m.a. rætt um hvernig bílaiðnaðurinn var "drepin úr dróma" sem og um nokkrar gangtruflanir meðan á umskiptunum stóð, bæði í Tékklandi og Slóvakíu. Markmiðið er að skrifa stutta yfirlitsgrein um "transition"-fræði eða "transitology".

Author Biography

Kjartan Emil Sigurðsson

MA í stjórnmálafræði og M.Sc. í stjórnmálahagfræði Mið- og Austur Evrópuríkja.

Published

2010-06-15

How to Cite

Sigurðsson, K. E. (2010). Sjá roðann í austri. Efnahagsleg og pólitísk umskipti í Póllandi og víðar í Mið- og Austur-Evrópu. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.1.4

Issue

Section

Articles and speeches