Afnám einkasölu áfengis. Yfirlit yfir rannsóknir á breytingum á áfengissölu

Authors

  • Hildigunnur Ólafsdóttir

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.2.7

Abstract

Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á breytingum á áfengiseinkasölu og aðgengi áfengis. Rannsóknir á breyttu fyrirkomulagi áfengissölu eru flestar frá Norður-Ameríku og Norðurlöndunum. Nær allar rannsóknirnar sýna að í kjölfar einkavæðingar á áfengissölu hefur áfengisneysla aukist. Ennfremur er greint frá rannsóknum á breytingum á áfengissköttum, sem leiða í ljós að lækkun þeirra eykur áfengisneyslu og tjón af völdum áfengis. Stuttlega er fjallað um rannsóknir á áfengiskaupaaldri, á reglum um áfengisauglýsingar og viðvörunarmerkingar á áfengi. Til þess að setja þessa þætti áfengisstefnunnar í víðara samhengi er gerð grein fyrir norrænu samstarfi um áfengismál á alþjóðlegum vettvangi og stöðu áfengismála hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Evrópusambandinu. Greint er frá því að innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er stefnt að samþykkt um áfengismál, sem verði baráttutæki gegn áfengisvandamálum. Þá er sagt frá stefnuskjali Evrópusambandsins og stofnun The European Alcohol and Health Forum, sem innan tíðar mun leggja fram aðgerðaáætlun til þess að vernda íbúa Evrópu gegn skaðlegri neyslu áfengis.

Author Biography

Hildigunnur Ólafsdóttir

Ph.D, Reykjavíkur Akademíunni.

Published

2007-12-15

How to Cite

Ólafsdóttir, H. (2007). Afnám einkasölu áfengis. Yfirlit yfir rannsóknir á breytingum á áfengissölu. Icelandic Review of Politics & Administration, 3(2). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2007.3.2.7

Issue

Section

Articles and speeches