Fjölgun úrskurðarnefnda - brot á reglu um ráðherrastjórnsýslu

Höfundar

  • Hjördís Finnbogadóttir

##doi.readerDisplayName##:

Útdráttur

Við uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar komst í tísku á síðasta áratug tuttugustu aldar að færa úrskurðarvald til sjálfstæðra nefnda. Valdið var flutt frá ráðherrum og ráðuneytisstofnunum til fjölskipaðra stjórnvalda sem sækja vald sitt beint til Alþingis. Þótt úrskurðarnefndir séu hluti af framkvæmdavaldinu svipar verkefnum og málsmeðferð oft meira til þess sem gerist hjá dómstólum. Nefndirnar túlka og útfæra lög og önnur stjórnvaldsfyrirmæli, þær úrskurða um rétt eða skyldu einstaklinga og lögaðila, oftast gagnvart ríki eða sveitarfélögum en mál geta líka snúist um rétt eða skyldu einstaklinga eða lögaðila innbyrðis.

Um höfund (biography)

  • Hjördís Finnbogadóttir
    MPA, stjórnsýslufræðingur.

Niðurhal

Útgefið

15.12.2008

Tölublað

Kafli

Erindi og greinar