Skatteftirlit í aðdraganda hrunsins. Skattsvik í boði hverra?

Authors

  • Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2010.6.1.3

Abstract

Hér er fjallað um skatteftirlit í aðdraganda kerfis- og bankahrunsins haustið 2008. Gerð er grein fyrir þremur úttektum sem gerðar hafa verið hérlendis um skatteftirlit síðasta aldarfjórðung, þ.e. 1986, 1993 og 2004. Nefndarálitin eru borin saman við aðgerðir stjórnvalda til að sporna við skattsvikum. Sýnt er fram á að stjórnvöld hafi ekki eingöngu virt nefndarálitin að vettugi heldur ólu þau á ugg meðal embættismanna skattkerfisins með óskýrri stjórnsýslu. Þá eru færð fyrir því rök að stjórnvöld hafi vísvitandi dregið úr skatteftirliti, einkum í kringum aldamótin 2000. Stefna stjórnvalda var að koma á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð, en sterkt og öflugt skatteftilit stangaðist á við það markmið. Lykillinn að fjármálamiðstöðinni var bankaleyndin svokallaða, sem Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, barðist einna harðast gegn.

Author Biography

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

MBA, skattasagnfræðingur.

Published

2010-06-15

How to Cite

Karlsson, J. H. (2010). Skatteftirlit í aðdraganda hrunsins. Skattsvik í boði hverra? . Icelandic Review of Politics & Administration, 6(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2010.6.1.3

Issue

Section

Articles and speeches