Greining á úrslitum kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010

Authors

  • Þorkell Helgason

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.b.2011.7.1.2

Abstract

Í kosningu 27. nóvember 2010 var kosið í 25 sæti til stjórnlagaþings sem halda skal á fyrra hluta ársins 2011. Lög mæla fyrir um að úthlutað skuli allt að 6 sætum að auki í því skyni að hvorugt kynið fari niður fyrir 40% þingfulltrúa. Reyndin varð sú að kjörnir voru 15 karlar og 10 konur og náðist því markmiðið án þess að það reyndi á þetta kynjajöfnunarákvæði. Því verður hér eftir ávallt talað um þingið eins og það sé skipað 25 fulltrúum einvörðungu. Margt var sérstætt við þessa kosningu. Ber þar fyrst að nefna að þetta var landskjör, þ.e. landið var eitt kjördæmi. Framboð voru einstaklingsbundin, engir listar eða annað því um líkt. Því var um hreint persónukjör að ræða. Tiltölulega auðvelt var að uppfylla framboðsskilyrði. Einungis þurfti að fá 30 meðmælendur en að vísu tvo votta með hverri undirskrift, en þeir gátu vottað marga meðmælendur hver. Meðmælendur gátu líka verið vottar að undirskrift annarra meðmælenda. Afleiðingin var sú að 523 buðu sig fram. Einn frambjóðandi dró sig til baka í tæka tíð og annar mun hafa gert það síðar. Í því sem á eftir fer er því miðað við að frambjóðendur hafi verið 522 að tölu. Eitt mikilvægasta nýmælið hérlendis í þessari kosningu var að persónukjörið fór fram með aðferð sem nefnd hefur verið forgangsröðunaraðferð, Single Transferable Vote (STV) á ensku.

Author Biography

Þorkell Helgason

Stærðfræðingur

Published

2011-06-15

How to Cite

Helgason, Þorkell. (2011). Greining á úrslitum kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 . Icelandic Review of Politics & Administration, 7(1). https://doi.org/10.13177/irpa.b.2011.7.1.2

Issue

Section

Articles and speeches