Guðmundur Magnússon: Thorsararnir. Auður - völd - örlög

Authors

  • Helgi Skúli Kjartansson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2005.1.1.2

Abstract

Bókin um Thorsarana er ættarsaga, með áherslu á fjölskyldu-, viðskipta- og stjórnmálasögu Thors Jensen, sona hans, einkum Ólafs, Richards og Thors, og fjölskyldufyrirtækisins Kveldúlfs. Yngri kynslóðir Thorsara koma einnig við sögu og fjölmargt vensla- og samstarfsfólk fjölskyldunnar. Svo er að skilja að Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur (höfundur bóka um Eimskip og Vinnuveitendasambandið) og blaðamaður, hafi ekki byrjað að skrifa þessa miklu bók fyrr en eftir síðustu áramót, og þó samið hana meira eða minna í hjáverkum. Fyrsta spurning til ritdómara hlýtur þá að vera sú hvort verkið sé að sama skapi léttvægt sem það var hratt unnið. En það er öðru nær. Guðmundur gengur skipulega til verks, kannar efni sitt rækilega, og ritar bók sem er ekki einungis fróðleg og læsileg, heldur birtir hún nýja rannsókn á fjölmörgum atriðum, stórum og smáum.

Published

2005-12-15

How to Cite

Kjartansson, H. S. (2005). Guðmundur Magnússon: Thorsararnir. Auður - völd - örlög. Icelandic Review of Politics & Administration, 1(1). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2005.1.1.2

Issue

Section

Book Reviews