Guðni Th. Jóhannesson: Völundarhús valdsins, Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980

Authors

  • Hallgrímur Guðmundsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2005.1.1.7

Abstract

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, hefur ritað bókina Völundarhús valdsins. Undirtitill bókarinnar er Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980. Bókin er að nokkru leyti byggð á dagbókum, minnisblöðum og hugleiðingum Kristjáns sem hann las á segulband. Höfundur leitar þó miklu víðar fanga í prentuðum og óprentuðum heimildum. Tilvísanir eru tæplega þrettán hundruð og þrátt fyrir fjöldann er þeim ágætlega fléttað í söguþráð. Með því að láta þessar heimildir tala sínu máli tekst höfundi yfirleitt ágætlega að lýsa aðdraganda stjórnarmyndana, stjórnarslitum og stjórnarkreppum í forsetatíð Kristjáns.

Published

2005-12-15

How to Cite

Guðmundsson, H. (2005). Guðni Th. Jóhannesson: Völundarhús valdsins, Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980. Icelandic Review of Politics & Administration, 1(1). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2005.1.1.7

Issue

Section

Book Reviews