Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ólafía - ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur

Authors

  • Auður Styrkársdóttir

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2006.2.2.2

Abstract

Fimm ár eru liðin frá því bók Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur um Björgu C. Þorláksson kom út og sópaði til sín bæði lesendum og verðlaunum. Margir hafa beðið næstu bókar með eftirvæntingu, en ljóst var að hún myndi borin saman við Björgu og kannski dæmd af því fyrst og fremst - með réttu eða röngu. Og nú er bókin semsé komin. Hún er hálft sjötta hundrað blaðsíður og fylgir settum reglum um fræðilegan frágang sem truflar þó ekkert textann. Pappírinn í bókinni er mjög lesvænn og metnaður af hálfu útgáfunnar augljóslega mikill. Ljósmyndir eru fjölmargar og setja skemmtilegan svip á bókina. Kápumynd er einföld og grípandi og ljósmyndin sem prýðir hana er vel valin. Um varir konunnar leikur hálfgert Mónu Lísu bros - eins og hún viti eitthvað merkilegt og sé rétt í þann mund að opinbera þá vitneskju. Bókin Ólafía býður upp á nánari kynni af margbrotinni persónu, sem einnig var afar brothætt og farnaðist misvel í lífsins ólgusjó.

Published

2006-12-15

How to Cite

Styrkársdóttir, A. (2006). Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ólafía - ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur . Icelandic Review of Politics & Administration, 2(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2006.2.2.2

Issue

Section

Book Reviews