Ásgeir Jónsson (ritstýrði og ritaði inngang) og Kári Bjarnason (bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar): Jón Arason biskup. Ljóðmæli

Authors

  • Ólafur Þ. Harðarson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2006.2.2.8

Abstract

Það er áhugamönnum um fornan kveðskap fagnaðarefni að nú hefur loksins komið út aðgengilegt heildarsafn ljóða Jóns biskups Arasonar. En er ástæða til þess að skrifa um slíka bók í tímarit um stjórnmál og stjórnsýslu? Jón biskup var reyndar ekki síst stjórnmálamaður, sá fyrirferðarmesti á Íslandi á sinni tíð og mörg kvæði hans eru veraldleg og fjalla um pólitísk vígaferli. En helsta ástæða þess að þessi bók á brýnt erindi við áhugamenn um íslensk stjórnmál, þjóðfélagsgerð og þjóðfélagsþróun er ítarlegur inngangur eftir Ásgeir Jónsson hagfræðing, sem nefnist: Alþýðuskáldið Jón Arason (bls. 9-86). Inngangurinn er í raun dálítil bók um manninn Jón Arason og það samfélag sem hann lifði í. Ásgeir setur líf og baráttu Jóns í samhengi við þjóðfélagsgerð 16. aldar og greinir helstu öfl sem áttust við í því samfélagi og margslungnar rætur þeirra á sviðum efnahagsmála, stjórnmála, menningar og trúmála - innan lands og utan. Niðurstaðan er einkar áhugaverð mynd af íslensku þjóðfélagi á 15. og 16. öld - Íslandi miðaldar.

Published

2006-12-15

How to Cite

Harðarson, Ólafur Þ. (2006). Ásgeir Jónsson (ritstýrði og ritaði inngang) og Kári Bjarnason (bjó kvæðin til prentunar og skrifaði skýringar): Jón Arason biskup. Ljóðmæli . Icelandic Review of Politics & Administration, 2(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2006.2.2.8

Issue

Section

Book Reviews

Most read articles by the same author(s)