Páll Valsson: Vigdís - kona verður forseti

Authors

  • Silja Bára Ómarsdóttir

DOI:

Abstract

Í umsögn gagnrýnanda kemur meðal annars eftirfarandi fram: [Vigdís] hafði löngu fyrir forsetaframboð sitt valið sér það hlutskipti í lífinu að þjóna landi sínu og þjóð, og sýna menningu hennar og sögu alla þá virðingu sem hún greinilega ber í brjósti. Það skipti eflaust líka miklu að hún hafði sem fyrirmyndir sterkar konur, sem höfðu séð meira af heiminum en flestir Íslendingar höfðu á fyrri hluta síðustu aldar. Bók Páls Valssonar um Vigdísi Finnbogadóttur ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem vilja öðlast skilning á íslensku samfélagi í dag. Fyrir utan að gefa góða mynd af þessari glæsilegu konu er hún merkileg heimild um íslenskt (og kannski einna helst reykvískt) samfélag á síðustu öld. Þetta er bók sem óhætt er að mæla með.

Author Biography

  • Silja Bára Ómarsdóttir
    Aðjúnkt í alþjóðasamskiptum.

Published

2009-12-15

Issue

Section

Book Reviews

Most read articles by the same author(s)

1 2 > >>