Simon Sebag-Montefiore: Stalín ungi (Young Stalin)

Authors

  • Guðmundur Ólafsson

DOI:

https://doi.org/10.13177/irpa.c.2009.5.2.5

Abstract

Í umsögn gagnrýnanda kemur meðal annars eftirfarandi fram: Bókin er skrifuð af fádæma nákvæmni, enda hafa fáir Vesturlandabúar komist í jafn áhugaverð gögn austur í Rússlandi og Georgíu og höfundurinn. Hann nær jafnvel í skottið á háöldruðu fólki sem þekkti fjölskyldu Stalíns, t.d. frænku fyrstu eiginkonu hans. Lýsingin á uppvexti Stalíns, ungum rómantískum ljóðelskum guðfræðinema í Alexandrovskij seminarinu í Tbilisi er ótrúlega lifandi. […] Friðrik heitinn Þórðarson prófessor í Osló, einn fárra Vesturlandabúa sem talaði ossetísku og ritaði málfræði fyrir nútímamálið, taldi að Vissarion hafi verið af Dsjúga-ættinni sem er þekkt meðal Osseta. Þegar þeir fóru yfir landamærin sem voru raunar óljós, til að vinna við ávaxtatínslu, þá georgíseruðu þeir gjarnan nöfn sín og Dsjúga varð þannig Dsjúgasvíli. Hann taldi ótvírætt að Iosef Vissarionavits Dsjúga hafi verið hálfur Osseti.

Author Biography

Guðmundur Ólafsson

Hagfræðingur.

Published

2009-12-15

How to Cite

Ólafsson, G. (2009). Simon Sebag-Montefiore: Stalín ungi (Young Stalin) . Icelandic Review of Politics & Administration, 5(2). https://doi.org/10.13177/irpa.c.2009.5.2.5

Issue

Section

Book Reviews