Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson (ritstjórn): Þróun velferðarinnar 1988-2008

Höfundar

  • Ingimar Einarsson

##doi.readerDisplayName##:

Útdráttur

Í umsögn gagnrýnenda kemur meðal annars eftirfarandi fram: Í bókinni um Þróun velferðarinnar 1988-2008 er að finna umfangsmikla og gagnlega greiningu á þróun helstu velferðarmála á Íslandi á tuttugu ára tímabili fram að kreppunni. Þetta viðamikla rit hefði að öllu jöfnu átt að marka tímamót í rannsóknum á íslensku velferðarþjóðfélagi og samanburði við önnur lönd. Efnahagshrunið haustið 2008 setti hins vegar strik í reikninginn þannig að ýmislegt hefur breyst hin síðustu ár eða þróast í aðrar áttir en gera hefði mátt ráð fyrir undir lok rannsóknartímabilsins. Þess vegna er mikilvægt að fljótlega verði ráðist í sambærilega úttekt á þeim miklu breytingum sem átt hafa sér stað á Íslandi frá hruni. Á þann hátt yrði væntanlega unnt að skýra betur þær þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað frá lokum níunda áratugar síðustu aldar til nútímans.

Um höfund (biography)

  • Ingimar Einarsson
    Félags- og stjórnmálafræðingur.

Niðurhal

Útgefið

15.06.2014

Tölublað

Kafli

Bókadómar