Strangers in Their Own Fatherland. A Study of Emigrants in Italian History and Literature (1860–1920).
Útdráttur
Greinin fjallar um hina miklu fólksflutninga frá Ítalíu um aldamótin, þ.e. eftir sameininguna (1861) og til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á þessu tímabili var umfang brottflutninganna augljós vísbending um að stefna hins ny?ja ríkis og stjórnvalda í þróunarmálum hafði mistekist. Einnig urðu fólksflutningarnir, sem snertu einkum landsbyggðina, til þess að gífurleg fólksfækkun varð í sveitum Norður- og Suður-Ítalíu. Öldum saman höfðu landeigendur arðrænt vinnufólk sitt en stóðu nú frammi fyrir skorti á vinnuafli. Viðhorf ítalskra stofnana til fólksflutninganna var neikvætt og var litið svo á að brottflutningar tengdust skömm, veikindum, geðbilun og dauða. Þeir ítölsku rithöfundar sem notuðu fólksflutninga sem meginefni í skrifum sínum studdust við almennar skoðanir og skírskotanir sem höfðu greinileg áhrif á viðhorf þeirra og túlkun á flutningunum. Þótt skáldverk þeirra væru ólík að stíl og byggingu mátti heyra sama stefið í þeim öllum: að brottflutningar væru neikvæðir og gengju þvert á lögmál hins upprunalega samfélags. Af þeim sökum gat fólksflutningur ekki haft góðar afleiðingar heldur aðeins leitt af sér sorg og söknuð.
Lykilorð: Ítalía, fólksflutningar, farandverkafólk, bókmenntir, Ameríka