Framtíð í nýju landi - Þróunarverkefni með innflytjendum í framhaldsskólum
Lykilorð:
ungt fólk af víetnömskum uppruna, ungt fólk af erlendum uppruna, mentorar, framhaldsskólar, samvinna við fyrirtæki, heildræn nálgunÚtdráttur
Í greininni er fjallað um þróunarverkefnið Framtíð í nýju landi (FÍNL). Verkefnið var þriggja ára tilraunaverkefni og því var ætlað til að styðja víetnömsk ungmenni á Íslandi. 35 ungmenni voru skráð þátttakendur í verkefninu. Af þeim hópi voru tólf í skóla eða í starfsþjálfun en önnur voru ekki í formlegu námi. Almennt má segja að víetnömsk ungmenni hafi komið sér áfram í íslensku samfélagi. Ungmennin sem þátt tóku í rannsókninni höfðu flest gert tilraunir til að snúa aftur í skóla til að læra íslensku eða einhverja iðngrein en hætt aftur, aðallega vegna slakrar íslenskukunnáttu, skorts á heppilegum íslenskunámskeiðum, skorts á innri hvatningu og sjálfsvirðingu og erfiðra fjölskylduaðstæðna. FÍNL var stofnað í desember 2004 til að bregðast við þessum erfiðleikum. Öll fengu ungmennin aðstoð við heimanám, stuðning frá mentorum og annan skipulagðan stuðning og ráðgjöf. Heildarniðurstöður mats á þróunarverkefninu voru á þá leið að þrátt fyrir nokkra erfiðleika hefðu markmið þess náðst að tvennu leyti. Annars vegar hefði tekist að styðja og efla þátttakendur í að auka við menntun sína og aðlögun að Íslandi, hins vegar hefðu einstaklingar og stofnanir í sameiningu stuðlað að umbótum í menntakerfinu og samfélaginu til að liðsinna ungu fólki af erlendum uppruna. Þróað var líkan sem lýsir því hvernig þeir aðilar, sem mest áhrif hafa á framgang ungra innflytjenda og annarra ungmenna sem eiga undir högg að sækja, geta unnið saman til að auðvelda skólagöngu þeirra og aðlögun. Þótt FÍNL hafi verið hannað fyrir víetnömsk ungmenni á Íslandi má nota líkanið sem þróað var við að leysa vanda ungmenna hvar sem er í heiminum.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##