Fimmta stoðin í menntakerfi sem styður við ævinám

Yfirlit um íslenskar rannsóknir og stefnuskjöl um málefnið

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.17

Lykilorð:

fullorðinsfræðsla, framhaldsfræðsla, ævinám, ævimenntun, menntastefna, símenntun, endurmenntun

Útdráttur

Fullorðinsfræðsla hefur á undanförnum árum æ oftar verið nefnd sem fimmta stoð menntakerfisins. Það hefur gerst með áhrifum hugmynda um að menntun sé og verði æviverkefni allra. Þessi grein er skrifuð sem innlegg í umræðu um mótun nýrra laga um framhaldsfræðslu á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Hún lýsir niðurstöðum greiningar á rannsóknum á sviði fullorðinsfræðslu á Íslandi árin 1998– 2023 og eru þær bornar saman við miðlæg stefnumótunarskjöl, íslensk og alþjóðleg. Um er að ræða um 20 rannsóknargreinar, um 60 meistaraverkefni og 10 stefnuskjöl. Greiningin sýnir að viðvarandi þrástef í íslenskum stefnuskjölum á þessum tíma er hækkun menntunarstigs á Íslandi og þörf atvinnulífs fyrir betur menntað fólk. Þagað er um innflytjendur og aðra viðkvæma hópa. Rannsóknirnar lýsa þátttökumynstrum í námi fullorðinna og gefa bakgrunnsupplýsingar í tengslum við stefnu stjórnvalda að hækka menntunarstig í landinu. Meistararitgerðir draga fram jákvæð áhrif af verkfærum framhaldsfræðslunnar og ánægju þátttakenda með möguleika sem framhaldsfræðslan veitti en jafnframt að framhaldsfræðslukerfið nái ekki til allra sem ættu erindi. Greining á rannsóknum og samanburður við stefnuplögg og nýjan samfélagslegan veruleika benda til að næstu lög þurfi að horfa víðar, þróa hugmyndir um ævinám og móta leiðir til að styðja við menntun fullorðinna á víðari grundvelli en hingað til.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biography)

  • Hróbjartur Árnason, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Hróbjartur Árnason (hrobjartur@hi.is) er lektor í kennslufræði fullorðinna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur leitt kjörsvið um nám fullorðinna frá upphafi þess árið 2003. Hróbjartur er guðfræðingur frá HÍ, en eftir rannsóknarstörf í Ísrael og Þýskalandi sneri hann sér að kennslufræði fullorðinna sem hann nam við háskólann í Bamberg, Þýskalandi. Hann hefur unnið við fullorðinsfræðslu síðan 1995, bæði í Þýskalandi, á Norðurlöndunum og á Íslandi, meðal annars í menntakerfi rafiðnaðarmanna og haldið námskeið um kennslu fullorðinna og notkun upplýsingatækni við kennslu fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir bæði á Íslandi og erlendis. Helstu sérfræði- og rannsóknarsvið hans eru nám fullorðinna, tæknistutt nám, skapandi og lýðræðislegar nálganir í allri vinnu með minni og stærri hópum ásamt alls konar matsverkefnum á ýmsum sviðum fullorðinsfræðslu. Í mörg ár leiddi hann og tók þátt í norrænu neti og fjölda norrænna verkefna um notkun upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu. Hróbjartur hefur komið að kennslumálum við Menntavísindasvið og háskólann, meðal annars í gegnum kennslunefnd, kennslumálanefnd háskólaráðs, ritun stefnu Menntavísindasviðs í kennslu og skýrslu um þróun fjarnámsins. Hróbjartur er kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs.

Niðurhal

Útgefið

2023-12-31

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar