Árangursrík leiðbeining á meistarastigi

Innsýn leiðbeinenda við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/3

Lykilorð:

leiðbeining lokaverkefna, leiðbeiningarstílar, leiðbeinandi, lokaverkefni, meistararitgerð, framhaldsnám

Útdráttur

Leiðbeining lokaverkefna er veigamikill hluti af kennslu háskólakennara, hvort heldur sem eru verkefni á grunnstigi eða framhaldsstigi. Innan félagsvísinda þá eru meistararitgerðir oft mjög viðamiklar og byggja jafnvel á sjálfstæðum rannsóknum nemenda. Þrátt fyrir þetta er engin þjálfun í boði við Háskóla Íslands fyrir leiðbeinendur lokaverkefna á meistarastigi. Í þessari rannsókn voru tekin tíu viðtöl við kennara með mikla leiðbeiningarreynslu á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Markmiðið var að draga fram þá þætti sem kennarar töldu skipta mestu máli í leiðbeiningarferlinu. Við greiningu viðtalanna fundust nokkur meginþemu sem vörpuðu ljósi á hvernig leiðbeinendur leituðust við að tryggja árangur nemenda sinna. Þau sneru að móttöku nemenda, útfærslu á hugmyndum þeirra um viðfangsefni, aðhald í ferlinu og leiðum til að leysa úr ritstíflum. Einnig var áberandi að allir leiðbeinendur höfðu þurft að takast á við „eftirlegukindur“, þ.e. nemendur sem höfðu frestað skilum, jafnvel oftar en einu sinni. Niðurstöður benda til þess að þörf sé á vettvangi til að deila reynslu af leiðbeiningu og styrkja þjálfun leiðbeinenda. Greinin er framlag til þeirrar umræðu

Um höfund (biographies)

  • Eva Marín Hlynsdóttir, Háskóli Íslands - Stjórnmálafræðideild

    Eva Marín Hlynsdóttir (evamarin@hi.is) er prófessor í opinberri stjórnsýslu og deildarforseti Stjórnmálafræðideildar. Hún hefur leiðbeint á sjötta tug meistararitgerða og kennt skyldunámskeið í ritun rannsóknaráætlana fyrir meistaranema. Hún hefur einnig haldið námskeið fyrir samkennara um leiðbeiningu lokaverkefna og haldið erindi á vegum Miðstöðvar framhaldsnáms og Kennsluakademíu opinberu háskólanna um sama efni. Hún er meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna

  • Silja Bára Ómarsdóttir, Háskóli Íslands - Stjórnmálafræðideild

    Silja Bára Ómarsdóttir (sbo@hi.is) er prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Rannsóknir hennar snúa einkum að utanríks- og öryggisstefnu Íslands og feminískum alþjóðasamskiptum en hún hefur einnig birt rannsóknir um háskólakennslu, bæði um tilraunir til að efla námssamfélög og kennslu kenninga. Silja Bára er reyndur kennari og leiðbeinandi og hefur leiðbeint um 250 lokaverkefnum við Stjórnmálafræðideild. Árið 2019 hlaut hún viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu

Niðurhal

Útgefið

2025-03-03

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar