Reynsla framhaldsskólakennara af námsskerðingu vegna COVID-19 faraldursins
Bómullaráhrif og sviðinn svörður í skólastarfi?
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2025/6Lykilorð:
námsskerðing, námshegðun, félagsleg tengsl, félags- og efnahagslegur bakgrunnurÚtdráttur
Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á upplifun framhaldsskólakennara á því námi sem fram fór á COVID-19-tímabilinu og langtímaafleiðingum faraldursins á skólastarf. Niðurstöður fjölmargra erlendra rannsókna hafa sýnt fram á neikvæð áhrif COVID-19-faraldursins á nám nemenda. Tíndar hafa verið til margar skýringar, meðal annars þær að sumir kennarar hafi átt erfitt með að koma efninu til skila, þeir hafi jafnvel sleppt ákveðnum efnisþáttum, og aðrir breytt áherslum. Þá hafi það ekki hentað öllum nemendum að læra í gegnum netið og suma hafi skort stuðning heima fyrir til að sinna náminu. Talað hefur verið um námsskerðingu (e. loss of learning), í skrifum um þessar afleiðingar faraldursins en lítið hefur verið fjallað um þetta í íslensku samhengi. Vorið 2024 var spurningalisti lagður fyrir alla sem sinntu kennslu í framhaldsskólum á Íslandi í þeim tilgangi að líta yfir farinn veg og læra af reynslunni af COVID-19- tímabilinu, og svöruðu 495 spurningunum. Niðurstöðurnar sýna að kennarar upplifðu ýmsar breytingar hjá nemendum. Þeir nefndu göt í þeirri þekkingu sem nemendur áttu að hafa tileinkað sér á tímum samkomutakmarkana og því hefði verið erfitt að byggja ofan á þá þekkingu þegar skólastarf var komið í hefðbundnara form. Bent var á að minni kröfur hefðu verið gerðar til nemenda, sveigjanleikinn hefði verið mikill og erfitt að snúa þeirri þróun við. Kennarar nefndu bómullaráhrif og sviðinn svörð í þessu samhengi. Sumir nemendur hefðu fengið mikla aðstoð við verkefnavinnu utan kennslustunda, jafnvel þannig að annar aðili hefði að mestu unnið verkefnin. Þá minntust kennarar á minnkaða félagshæfni nemenda og bentu í því samhengi á skort á tækifærum til samvinnu og samskipta á COVID-tímabilinu. Niðurstöðurnar beina kastljósinu að gæðum náms og kennslu í faraldrinum og langtímaafleiðingum ástandsins sem ekki hefur tekist að vinda ofan af
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Guðrún Ragnarsdóttir, Elsa Eiríksdóttir, Súsanna Margrét Gestsdóttir, Amalía Björnsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).