Leikskólinn utan seilingar
Reynsla foreldra leikskólabarna af heimsfaraldri Covid-19
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2025/9Lykilorð:
leikskóli, foreldrar, Covid-19Útdráttur
Lítið hefur verið vitað um viðhorf foreldra leikskólabarna til leikskólastarfs meðan á heimsfaraldri Covid-19 stóð á Íslandi. Í þessari grein verður reynsla foreldra barna sem voru á leikskólaaldri þegar samkomutakmarkanir, lokanir og skerðingar voru við lýði í leikskólum könnuð. Þrettán foreldrar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hálfstöðluðu viðtali og deildu reynslu sinni með rannsakanda. Niðurstöðurnar benda til þess að strangar sóttvarnaaðgerðir sem innleiddar voru í leikskólum hafi verið í sér mikil viðbrigði fyrir foreldra og haft sterk áhrif á upplifun þeirra af leikskólastarfinu. Foreldrar greindu frá því að samskipti þeirra við kennara barnsins og aðrar fjölskyldur hefðu minnkað til muna og að þeir hefðu haft mun minni innsýn í dag barnsins í leikskólanum. Samhliða minni viðveru í leikskólanum og fátíðari samskiptum við starfsfólk og aðrar fjölskyldur urðu tengsl þeirra við leikskólasamfélagið veikari. Í gögnunum er að finna vísbendingar um að þrátt fyrir að faraldurinn fæli í sér margvíslegar áskoranir, hafi áhrifin á fjölskyldulífið að mörgu leyti verið jákvæð þar sem samvera og nánd barna og foreldra jókst. Rannsóknin varpar ljósi á breytingar og bresti í samskiptamynstri leikskóla og foreldra meðan á faraldrinum stóð, en afar mikilvægt er að leikskólar móti sér samskiptastefnu sem býr yfir seiglu og sveigjanleika til þess að viðhalda sambandi við foreldra í ófyrirséðum aðstæðum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Björn Rúnar Egilsson

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).