Umbreytingarrými fyrir kynjajafnrétti í skólastarfi: Reynslusögur frá Kína og Íslandi
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2025/12Lykilorð:
kynjajafnrétti, umbreytingarými, Kína, Ísland, samanburðarrannsóknÚtdráttur
Kynjajafnrétti er mikilvægur þáttur menntun og skólastarfi og stuðlar að betri námsárangri allra nemenda. Með því að taka upp alþjóðlegt sjónarhorn á kynjajafnrétti í Kína og á Íslandi opnast möguleikar til að læra af reynslunni frá ólíkum menningarheimum, sem þó standa frammi fyrir svipuðum áskorunum. Greinin sameinar femínískar kenningar, einkum þá þær sem Fraser hefur sett fram, umbreytingarhugmyndir Vygotsky. Lagt er upp með að þessi nálgun gefi nýja sýn á hvernig hægt er að vinna með kynjajafnrétti í skólastarfi og umbreyta starfsháttum í átt til kynjajafnréttis innan kennslustofunnar. Slík umbreytingarrými fela í sér eftirfarandi: a) Díalektíst ferli sem byggja á því að læra/aflæra í þeim tilgangi að búa til nýja þekkingu og breyta viðhorfum; b) Sjálfsrýni og gagnrýnin hugsun; c) Að stuðla að fjölbreytileika viðhorfa, sjónarmiða og þekkingar innan kennslurrýmis. Í rannsókninni er kynnt til sögunnar kenningarleg nálgun þar sem notast er við ýmiss konar gögn til koma með dæmi um hvernig hægt er að nýta sér áðurnefndan kenningarrramma. Í þeim efnum er stuðst við hin ýmsu skjöl á borð við námskrár og reglugerðir, átta viðtöl ásamt þátttökuathugunum í Kína og á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að hugmyndafræðin um umbreytingarrými er lykilverkfæri til að greina og efla kynjajafnrétti í skólum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Jón Ingvar Kjaran, Ge Wei

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).