Umbreytingarrými fyrir kynjajafnrétti í skólastarfi: Reynslusögur frá Kína og Íslandi

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/12

Lykilorð:

kynjajafnrétti, umbreytingarými, Kína, Ísland, samanburðarrannsókn

Útdráttur

Kynjajafnrétti er mikilvægur þáttur menntun og skólastarfi og stuðlar að betri námsárangri allra nemenda. Með því að taka upp alþjóðlegt sjónarhorn á kynjajafnrétti í Kína og á Íslandi opnast möguleikar til að læra af reynslunni frá ólíkum menningarheimum, sem þó standa frammi fyrir svipuðum áskorunum. Greinin sameinar femínískar kenningar, einkum þá þær sem Fraser hefur sett fram, umbreytingarhugmyndir Vygotsky. Lagt er upp með að þessi nálgun gefi nýja sýn á hvernig hægt er að vinna með kynjajafnrétti í skólastarfi og umbreyta starfsháttum í átt til kynjajafnréttis innan kennslustofunnar. Slík umbreytingarrými fela í sér eftirfarandi: a) Díalektíst ferli sem byggja á því að læra/aflæra í þeim tilgangi að búa til nýja þekkingu og breyta viðhorfum; b) Sjálfsrýni og gagnrýnin hugsun; c) Að stuðla að fjölbreytileika viðhorfa, sjónarmiða og þekkingar innan kennslurrýmis. Í rannsókninni er kynnt til sögunnar kenningarleg nálgun þar sem notast er við ýmiss konar gögn til koma með dæmi um hvernig hægt er að nýta sér áðurnefndan kenningarrramma. Í þeim efnum er stuðst við hin ýmsu skjöl á borð við námskrár og reglugerðir, átta viðtöl ásamt þátttökuathugunum í Kína og á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að hugmyndafræðin um umbreytingarrými er lykilverkfæri til að greina og efla kynjajafnrétti í skólum.

Um höfund (biographies)

  • Jón Ingvar Kjaran, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Dr. Jón Ingvar Kjaran (jik@hi.is) er prófessor í mannfræði og félagsfræði menntunar við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands, Deild menntunar og margbreytileika. Rannsóknir hans snúa að jafnrétti kynjanna, kynhneigð, þjóðerni, kynþætti og kynbundnu ofbeldi.

  • Ge Wei, Capital Normal University, Beijing, China

    Dr. Ge Wei (ge.wei@cnu.edu.cn) er dósent við Deild í grunnskólakennarafræðum (College of Elementary Education) við Capital Normal University í Peking, Kína. Rannsóknir hans snúast um kenningu Vygotskí og samanburðarmenntunarfræði. Árið 2023 gaf hann út bókina Reimagining PreService Teachers’ Practical Knowledge.

Niðurhal

Útgefið

2025-07-11

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar