Stjórnendur skapa rými og umgjörð fyrir ígrundun og samtal um innra mat leikskóla
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2025/11Lykilorð:
lýðræðilslegt leikskólastarf, innra mat, uppeldisfræðilegar skráningar, stjórnendur, starfendarannsóknirÚtdráttur
Greinin fjallar um þróunarverkefni sem unnið var í leikskólanum Uglukletti skólaárið 2022–2023 með það að markmiði að þróa lýðræðislega starfshætti í framkvæmd innra mats leikskólans. Verkefnið var unnið í samstarfi skólastjórnenda og háskólakennara með áherslu á að skapa starfsfólki umgjörð og rými til að skrá, ræða og ígrunda eigin starfshætti. Rannsóknin byggðist á starfendarannsóknum og nýtingu uppeldisfræðilegra skráninga til að greina og rýna í starfshætti og nám barna sem lið í innra mati skólans. Til að skoða hvernig starfsfólk þróaði hæfni sína til að ígrunda og greina eigið starf, var rannsóknin unnin út frá hugmyndum um fyrstu, annarrar og þriðju persónu starfendarannsóknir. Gagnaöflun stóð yfir frá ágúst 2022 og út júní 2023. Gögnin sem aflað var voru fundargögn, rannsóknardagbækur stjórnenda og ýmsar skráningar. Gagnagreining fólst í frumgreiningu gagna í gegnum rannsóknarferlið og lokagreiningu þvert á gögn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þegar innra mat byggir á lýðræðislegum starfsháttum og felur í sér virka þátttöku starfsfólks, eykst faglegt sjálfstæði þeirra og ábyrgð á eigin starfi. Stjórnendur gegndu lykilhlutverki í að styðja starfsfólk við að þróa hæfni sína í að skrá og greina eigið starf. Með skipulögðum samræðum, stuðningi og samvinnu við háskólakennara tókst að efla starfsþróun og styrkja innra mat sem lærdómsferli. Niðurstöður rannsóknarinnar draga fram mikilvægi lýðræðislegra starfshátta í leikskólum og sýna hvernig hægt er að nýta starfendarannsóknir og uppeldisfræðilegar skráningar til að auka fagmennsku starfsfólks og bæta gæði skólastarfs. Þannig verður innra mat ekki aðeins eftirlitstæki heldur vettvangur fyrir samvinnu, faglega ígrundun og umbætur í leikskólastarfi.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2025 Kristín Gísladóttir, Elín Friðriksdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Karen Rut Gísladóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).