Hunsa, forðast, fyrirgefa: Sýn barna á árekstra vina og grósku- og festuhugarfar í vináttu

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2025/13

Lykilorð:

vinátta, félagsfærni, gróskuhugarfar, festuhugarfar, ágreiningur vina, farsæld

Útdráttur

Styðjandi og traust vinatengsl draga úr einmanaleika og ýta undir félagsfærni. Gagnlegt er að skilja hvernig börn hugsa um vináttu og ágreining í vinasamböndum til að unnt sé að hlúa betur að þessari færni. Rannsóknir gefa til kynna að gróskuhugarfar gæti aukið getu barna til að mynda vináttu og leysa ágreining vina. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á sýn og reynslu barna af vináttu og lausn ágreiningsmála. Rannsóknin beindist að grósku- og festuhugarfari og hvernig það skapar leiðir til að takast á við hindranir og árekstra á sem uppbyggilegastan hátt eða ýtir undir frekari árekstra og hindranir. Tekin voru níu rýnihópaviðtöl við samtals 22 börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Notast var við markmiðsúrtak. Gögnin voru þemagreind en niðurstöður voru þær að meirihluti barna sem tóku þátt virtist hafa ríkjandi gróskuhugarfar gagnvart vináttu. Ef börn mátu vináttu verðmæta fyrirgáfu þau frekar mistök og báðust fyrirgefningar í kjölfar ágreinings. Festuhugarfar birtist helst í að sum barnanna beittu hefnigirni og refsingum eftir árekstra og slitu vináttu ef ágreiningur var ítrekaður. Þau börn sem nutu ráðgjafar og stuðnings foreldra sýndu meiri færni í að leysa ágreining og virtist gróskuhugarfar ríkara hjá þeim en þeim sem nutu síður leiðsagnar foreldra. Vonast er til að niðurstöðurnar auki skilning á hlutverki hugarfars í vináttu og félagatengslum barna, svo hægt sé að aðstoða þau að mynda og viðhalda vinatengslum og auka með því farsæld sína.

Um höfund (biographies)

  • Marit Davíðsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Marit Davíðsdóttir (marit@hi.is) er aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Marit lauk BA-gráðu í frönskum fræðum árið 2015, MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá sama skóla árið 2024 og diplómagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ árið 2020. Hún er annar höfundur Gleðiskruddan – dagbók sem eflir sjálfsþekkingu og eykur vellíðan og rekur fyrirtækið Gleðiskruddan ehf., ásamt Yrju Kristinsdóttur, sem býður upp á ýmsa fræðslu um jákvæða sálfræði fyrir börn og ungmenni. Greinin er unnin úr meistaraverkefni Maritar

  • Eyrún María Rúnarsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

    Eyrún María Rúnarsdóttir (emr@hi.is) er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að börnum og unglingum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, líðan þeirra, vinatengslum og félagslegum stuðningi frá vinum og foreldrum. Eyrún lauk BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði árið 1996 og meistaragráðu í sömu grein árið 2002 frá Háskóla Íslands. Þá lauk hún doktorsgráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2019.

Niðurhal

Útgefið

2025-08-01

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar