Ónefnanlegt dao og ónefnt de

Um túlkun Halldórs Laxness á Daodejing

Höfundar

##doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.33112/millimala.15.1.2

Útdráttur

Hið kynngimagnaða grundvallarrit daoismans, Daodejing, eða Bókin um veginn eins og hún er betur þekkt á íslensku, var Nóbelsskáldinu Halldóri Laxness hugleikið verk sem virðist hafa haft nokkur áhrif á hugsun hans allt frá því að hann var ungur maður, enda er spor þess víða að finna í ýmsum skáldsagnarpersónum hans. Um það eru tekin dæmi í greininni en hér er þó einkum einblínt á fáein skrif hans þar sem hann leitast gagngert við að útskýra og túlka ritið. Fjallað er um hinar fimm íslensku þýðingar sem gerðar hafa verið á þessum torræða texta og nokkur samanburður gerður á þeim. Meginumfjöllunin felst í tilraun til að gera fræðilega grein fyrir tveimur meginhugtökum ritsins, dao og de, og á grundvelli þeirrar umfjöllunar færð rök fyrir því að þótt Halldór hafi haft megináhuga á hinu fyrrnefnda er það einkum hið síðara sem endurhljómar í skáldverkum hans, þótt hann hafi sjálfur aldrei nefnt það á nafn.

Niðurhal

Útgefið

2025-02-24