Um Aleksander Púshkín (1799–1837) og „Stöðvarstjórann“ (1830)
Lykilorð:
Aleksander Púshkín, StöðvarstjórannÚtdráttur
Aleksander Púshkín nýtur þess heiðurs að vera nefndur þjóðskáld Rússa. Hans er fyrst og fremst minnst sem ljóðskálds í heimalandi sínu en á síðari hluta höfundarferilsins jókst áhugi hans á prósaskrifum og sendi hann frá sér nokkrar smásögur og sögulegar skáldsögur.