Langdregið kvein, kona sem hrópaði, barn sem grét. Þessi hljóð tóku á móti heildsalafrú Andersen, nýkjörnum fulltrúa hægri manna í Fátækrahjálpinni, þar sem hún stóð og tvísté svolítið óþolinmóð framan við kofaræfil. Hvar er inngangurinn í þennan timburkofa? Var ekki einhver leið til þess að koma til aðstoðar þarna inni? Hvar skyldi eiginmaðurinn vera? Þar sem voru kona og barn var líklegt að einnig fyndist karlmaður.