Staða sögunnar í framhaldsskólum

Höfundar

  • Atli Már Sigmarsson
  • Bragi Guðmundsson

Lykilorð:

sögukennsla, stytting náms til stúdentsprófs, framhaldsskólar

Útdráttur

Viðfangsefni greinarinnar er staða sögukennslu í íslenskum framhaldsskólum og hvernig hún hefur breyst í kjölfar styttingar á námi til stúdentsprófs. Þó nokkur reynsla er komin á framkvæmdina en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum styttingarinnar á námsframboð, kennara og nemendur.

Rannsóknin sem sagt er frá er tvískipt. Fyrst er yfirlit um núverandi framboð í íslenskum framhaldsskólum á skylduáföngum í sögu. Tilgangur þess er að fá tilfinningu fyrir stöðu sögunnar sem skyldufags í framhaldsskólum. Skólar skiptast í tvo hópa, annars vegar þá sem hafa sögu sem skyldufag á öllum brautum og hins vegar þá sem geta útskrifað nemendur án þess að þeir hafi tekið nokkra sögu. Til að varpa frekara ljósi á niðurstöðurnar voru tekin viðtöl við fjóra sögukennara í fjórum íslenskum framhaldsskólum. Þau voru síðan greind með eigindlegum aðferðum.

Helstu niðurstöður eru að staða sögunnar hefur veikst verulega í kjölfar styttingar á námi til stúdentsprófs. Viðhorf viðmælenda til styttingar eru frekar neikvæð og vilja þrír af fjórum stíga skref til baka. Í um þriðjungi framhaldsskóla er saga ekki skyldugrein á öllum brautum og framboð á söguáföngum er mjög mismunandi. Viðtölin gefa ákveðnar vísbendingar um hvers vegna þessi munur er á milli skóla. Skólastjórnendur og skólahefð virðast skipta miklu máli og ýmislegt bendir til þess að sagan sé víða orðin valfag sem meðal annars tengist sérhæfingu brauta.

##plugins.themes.default.displayStats.downloads##

##plugins.themes.default.displayStats.noStats##

Um höfund (biographies)

  • Atli Már Sigmarsson
    Atli Már Sigmarsson (atlisigmars@gmail.com) hefur lokið B.A.-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed.-prófi í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hann er með leyfisbréf til framhaldsskólakennslu en vinnur hjá Alcoa Fjarðaáli og hefur m.a. kennt í stóriðjuskóla fyrirtækisins.
  • Bragi Guðmundsson
    Bragi Guðmundsson (bragi@unak.is) er prófessor í sagnfræði við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann er með cand. mag.-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og nám til kennsluréttinda frá sama skóla. Hann er með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari og þrettán ára starfsreynslu sem slíkur. Bragi hefur unnið að ytra mati á rúmlega tuttugu íslenskum framhaldsskólum. Rannsóknir hans á seinni árum hafa aðallega beinst að notkun grenndaraðferðar við kennslu og íslenskri skólasögu.

Niðurhal

Útgefið

2020-02-25

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar