Íslenskukunnátta tvítyngdra barna: Tengsl staðlaðra málþroskaprófa og málsýna
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2022.8Lykilorð:
tvítyngi, málþroski, málþroskapróf, málsýni, íslenska sem annað mál, leikskólabörnÚtdráttur
Niðurstöður fyrri rannsókna benda til að fjöltyngd börn á Íslandi séu lengur að tileinka sér íslensku sem annað mál en börn í stærri málsamfélögum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að meta íslenskukunnáttu tvítyngdra leikskólabarna með ítarlegum mælingum á málfærni þeirra og bera saman við meðalfærni eintyngdra jafnaldra. Í öðru lagi að bera saman niðurstöður af mælingum með málþroskaprófum við mælingar á sjálfsprottnu tali með málsýnum. Þátttakendur voru 25 tvítyngd leikskólabörn af Suðurnesjum á aldrinum fimm til sex ára. Börnin voru öll fædd á Íslandi og höfðu dvalið í íslenskum leikskóla í nokkur ár. Báðir foreldrar höfðu sama móðurmál sem jafnframt var talað heima. Heimamál barnanna var því ekki íslenska. Helstu niðurstöður voru að tvítyngdu börnin sýndu marktækt slakari færni í íslensku í samanburði við meðalgetu eintyngdra jafnaldra á öllum athugunum sem voru gerðar. Á staðlaða málþroskaprófinu MELB voru börnin að meðaltali tveimur til þremur staðalfrávikum frá meðalgetu jafnaldra og sýndu mjög slaka færni í þáttum sem reyndu á orðaforða og málfræði. Sterkust voru þau í þáttum sem reyndu á hljóðkerfið þar sem færnin var í lágu meðaltali. Á orðaforðaprófinu Ísl-PPVT-4 var meðaltal tvítyngdu barnanna meira en fjórum staðalfrávikum frá meðaltali eintyngdra jafnaldra. Málsýni af sjálfsprottnu tali sýndu að tvítyngdu börnin tjáðu sig að meðaltali í marktækt styttri segðum (setningum), notuðu marktækt færri og ekki eins fjölbreytt orð og gerðu marktækt fleiri villur í samanburði við eintyngda jafnaldra. Fylgni var milli hlutfallslegs fjölda villna í málsýnum og niðurstaðna málþroskaprófa. Niðurstöðurnar eru mjög alvarlegar og kalla á breytt viðhorf í málörvun tvítyngdra leikskólabarna. Nauðsynlegt er að gera gangskör að eflingu íslenskukunnáttu tví- og fjöltyngdra barna á Íslandi.##plugins.themes.default.displayStats.downloads##
##plugins.themes.default.displayStats.noStats##